JÖKLAGANGA Á SÓLHEIMAJÖKLI | SÉRFERÐ FYRIR FJÖLSKYLDUNA

Skriðjökullin Sólheimajökull er kemur frá Mýrdalsjökli að sunnanverðu. Ásýnd jökulsins breytist hratt frá degi til dags og er því einstakur staður til að fræðast um nærliggjandi umhverfi sem einkennist af jöklum og eldfjöllum sem hafa mótað þetta einstaka landsslag.Jöklaganga á Sólheimajökli gefur þér innsýn inn í töfra jökulsins og er svo sannarlega eftirminnileg lífsreynsla í stórbrotnu umhverfi!

Þið hittið leiðsögumanninn okkar í rútu merktri Hidden Iceland á bílastæðinu við Sólheimajökul (keyrið upp veg 221). Þar fáið allan þann öryggisbúnað sem til þarf áður en haldið er upp á jökul (hjálmur, ísexi, mannbroddar, og klifurbelti). Síðan er haldið af stað frá bílastæðinu og gengið upp jökuldalinn upp að jökulsporðanum.

Áður en fyrstu skrefin eru tekin á jöklinum fer leiðsögumaðurinn í gegnum mikilvæg öryggis- og tækniatriði sem koma sér vel áður en gengið er af stað. Með brodda á gönguskónum, belti um mittið og ísexi í hendi höldum við á jökulinn og virðum hið kyngimagnaða og síbreytilega jökullandslag fyrir okkur. Jöklagangan stendur alltaf upp úr, bæði hjá gestunum okkar og leiðsögumönnum, enda jökullinn síbreytilegur og spennandi þar sem við gangið framhjá einstökum jökulmyndunum svo sem sprungur, svelgi og jökuldríli.

Áætlað er að ferðin taki u.þ.b. 2,5 – 3 klukkustundir í heildina. Þar af er um klukkustund á jökulísnum sjálfum. Gengið er um 3-4 km þar sem gerð eru regluleg stopp til að taka myndir og fræðast um Sólheimajökul og þær jökulmyndum sem gengið er framhjá. Erfiðleikastig jöklagöngunar er miðlungs þar sem þú ert að ganga upp og yfir ójafnt landslag og góður hreyfanleiki í hnjám og ökkla er mikilvægt.

Mælst er að því að það eru að hámarki 12 gestir með með hverjum leiðsögumanni að hverju sinni. Ef að þinn hópurinn er stærri hafðu samband við okkur með því að senda póst á info@hiddeniceland.is eða hringið í síma 770-5733 til að fá verðtilboð fyrir þinn hóp.

Helstu upplýsingar

FERÐATÍMABIL
Eftir óskum

BROTTFARARTÍMI
11:00 og 14:30
(Sveigjanlegt)

LENGD FERÐAR
2,5 – 3 klst

ERFIÐLEIKASTIG
Miðlungs

HÓPASTÆRÐ
12 manns

ALDURSTAKMARK
8 ára (eða skóstærð 35)

UPPHAFSSTAÐUR
Bílastæðið Sólheimajökli

Innifalið: Mannbroddar, hjálmur, belti, ísöxi, leiðsögn
Ekki innifalið: Hlífðarklæðnaður, gönguskór, matur
Aukabúnaður til leigu: Gönguskór, regnheldur jakki, regnheldar buxur

Brottfarartími: Þar sem þetta er sérferð fyrir þinn hóp þá erum við sveigjanleg með tímasetningu sem hentar þér best hafið samband við Hidden Iceland ef þið viljið breyta brottfarartímanum.
Tungumál leiðsögumanns: Hjá Hidden Iceland starfar stórkostlegur hópur af ástríðufullum og faglærðum leiðsögumönnum með áralanga reynslu af leiðsögn á Íslandi. Við reynum eftir fremsta megni að vera með íslenskumælandi leiðsögumenn í þessari jöklagöngu, en það er ekki alltaf. Ef þið viljið tryggja það að hafa íslenskumælandi jöklaleiðsögumann hafið samband við okkur og við sjáum til þess að það gangi upp!

Við tökum við Ferðagjöfinni!

Gott að hafa í huga

Best er að vera í góðum vatnsheldum gönguskóm með ökklastuðningi og klæða sig eftir veðri. Sömuleiðis er gott að hafa meðferðis sólgleraugu, húfu eða buff, hanska, vatnsflösku og smá snarl, þó ekki nauðsynlegt.

Jöklagangan er hugsuð fyrir þá sem aldrei hafa stigið á jökul áður. Ísinn getur þó verið brattur og misjafn á köflum. Ef að þú átt erfitt með göngu á ójöfnu yfirborði í um klukkustund þá er jökulganga kannski ekki fyrir þig. Leiðsögumaðurinn getur neitað þér um að fara upp á jökul af öryggisástæðum. Nauðsynlegt er að vera með brodda á skóm (innifalið í verði ferðar) sem getur reynst hamlandi. Gönguleiðin nær yfir um 3-4 km. Erfiðleikastig jöklagöngunar er miðlungs þar sem þú ert að ganga upp og yfir ójafnt landslag og góður hreyfanleiki í hnjám og ökkla er mikilvægt.

Jökullinn getur stundum verið óöruggur og óaðgengilegur vegna veðurs eða annara aðstæðna við jökulinn. Þetta getur stafað út af mikilli úrkomu, sterkum vindi eða miklum snjó. Öryggi þitt er okkar forgangsferkefni. Ef aðstæður sem þessar koma upp þá finnum við annan dag eða aflýsum ferðinni og bjóðum fulla endurgreiðslu.

Allar ferðir Hidden Iceland eru í íslenskum krónum. Lesið bókunarskilmála okkar hér.

Hidden Iceland Logo | Hidden Iceland