Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir fyrir litla hópa um land allt.
Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem bæði fræðir og skemmtir, en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun og búa yfir þekkingu á staðarháttum, sögu og jarðfræði Íslands. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.
Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags- og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um Gullna hringinn með náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs, eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.
Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa, hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.
Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem eru sérsniðnir að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.
Tillögur að dagsferðum fyrir þig
Gullni hringurinn
Náttúrulaugar, gómsætur matur og einstök náttúra
Létt dagsferð um Gullna hringinn sem getur verið útfærð á ýmsa vegu. Við sækjum heim náttúruperlurnar þrjár sem gera Gullna hringinn að einum eftirsóttasta stað landsins; Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Við böðum okkur í Gömlu Lauginni á Flúðum og fáum okkur gómsætann hádegisverð á Friðheimum innan um allar tómatplönturnar.
Hægt er að gera góða ferð betri með snorkli í Silfru eða Buggyferð undir Esjunni á leiðinni út úr bænum! Bættu við kvöldverði á heimleiðinni í Ingólfsskála þar sem einnig er hægt að fara í axarkast og bogfimi.
Suðurströndin
Hellalsögueiðsögn & snjósleðafjör á Eyjafjallajökli
Leiðsögumaðurinn hittir hópinn í Reykjavík og eftir stutta kynningu er lagt af stað á suðurströndina. Við byrjum daginn á smá túristastoppi við Seljalandsfoss og hinn nærliggjandi Gljúfrabúa hittum við teymið frá South Coast Adventure sem munu fara með hópinn í breyttu jeppunum sínum upp að snjólagi Eyjafjallajökuls. Þar bíða okkar vélsleðar og, ef veður leyfir, magnað útsýni um hálendið, suðurströndina og yfir til Vestmannaeyja. Við tvímennum á sleðana og brunum um jökulinn í um klukkutíma áður en haldið er aftur niður í jeppunum. Eftir góða nestispásu höldum við tilbaka og stoppum nálægt Hellu. Þar heimsækjum við undirheima Suðurlands og lærum um sögu hellanna við Hellu, reynum að varpa ljósi á hina huldu ráðgátu um hverjir bjuggu hellana til, hvenær og í hvaða tilgangi. Einnig verður sagt frá því hvernig bændur hafa nýtt hellana í gegnum aldirnar og við skoðum að sjálfsögðu stórmerkar ristur og krossa á veggjum hellana og margt fleira. Hægt er að bæta við viský og kjötsmakki úr héraði, þrjár tegundir af Flóka ásamt reyktri og grafinni gæs með sultu og sósu.
Suðurströndin
Jöklaganga á Sólheimajökli og margrómaðir áfangastaðir
Suðurströndin er dásamlegur áfangastaður, sama hvernig viðrar. Tilvalin dagsferð fyrir hópefli þar sem fjölbreyttir afþreyingamöguleikar eru í boði á svæðinu. Hér er hægt að ganga bakvið Seljalandsfoss, tipla á steinum inn í þrönga gjá til að sjá Gljúfrabúa, gera sig rennblautan undir regnboganum hjá Skógafossi og nánast dáleiðast af öldunum í Reynisfjöru. Og þetta er bara hluti af fjölmörgu áfangastöðum suðurstrandarinnar! Héðan leggjum við leið okkar að Sólheimajökli þar sem við virðum fyrir okkur jökultunguna og undirbúum okkur fyrir gönguna á jökulinn. Með brodda á gönguskónum, belti um mittið og ísexi í hendi höldum við á jökulinn og virðum hið kyngimagnaða og síbreytilega jökullandslag fyrir okkur. Jöklagangan stendur alltaf upp úr, bæði hjá gestunum okkar og leiðsögumönnum, enda jökullinn síbreytilegur og spennandi.
Á suðurströndinni er meðal annars hægt að bæta við snjósleðaferð á Eyjafjallajökli, hellaferð með leiðsögn, klukkutíma reiðtúr að Írafossi, Icelandic Lava Show í Vík fyrir börn og fullorðna, og kvöldverð eða heimsókn í brugghús á leiðinni heim.
Suðurströndin
Jöklaklifur á Sólheimajökli
Ísklifur á Sólheimajökli er svo sannarlega eftirminnileg lífsreynsla, enda umhverfið alveg stórbrotið. Þið hittið leiðsögumanninn ykkar á bílastæðinu við Sólheimajökul þar sem þið fáið allan þann öryggis- og klifurbúnað sem til þarf (hjálmur, ísexi, klifurbroddar, klifurskór og klifurbelti). Síðan er haldið á jökulinn þar sem við göngum framhjá einstökum jökulmyndunum svo sem sprungur, svelgi og jökuldríli. Áður en klifur hefst fer leiðsögumaðurinn í gegnum mikilvæg atriði sem koma sér vel áður en klifrað er af stað. Við aðlögum erfiðleikastig ísklifursins eftir getustigi hópsins hverju sinni og vinnum okkur upp sjálfstraust og getu til að klifra upp meira krefjandi veggi. Áætlað er að ferðin taki u.þ.b. 4 klukkustundir á jöklinum og mælst er með því að ekki séu fleirri en 4 manns með hverjum leiðsögumanni.
Af hverju að velja Hidden Iceland?
Sveigjanlegar hópastærðir
Draumaferðin þín í stórum sem smáum hóp, Hidden Iceland getur sett saman ferð sem er sérsniðinn að þínum hóp.
Umhverfisstefna
Verndun íslenskrar náttúru og umhverfismál eru okkur afar mikilvæg. Allur rekstur Hidden Iceland er kolefnisjafnaður, bifreiðar þrifnar með umhverfisvænum efnum og allt rusl flokkað og endurunnið. Hægt er að sjá umhverfisstefnu okkar hér.
Þrautþjálfaðir leiðsögumenn
Hjá Hidden Iceland starfar stórkostlegur hópur af ástríðufullum og faglærðum leiðsögumönnum með mikla reynslu af leiðsögn á Íslandi. Öll hafa þau áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Leiðsögumennirnir okkar fræða og skemmta í ferðunum okkar, en umfram allt sjá þau til þess að fyllsta öryggis sé gætt.
Secret Lagoon. Hidden Iceland | Photo by Kat Craats
Hafa samband
Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.
Ef þig langar að gera eitthvað skemmtilegt með vinum, fjölskyldu eða vinnuhópnum en veist ekki alveg hvernig þú átt að bera þig að hafðu samband við okkur hjá Hidden Iceland. Gott er að fá smá innsýn inn í hvað þig myndi langa til að gera, hvernig hópurinn þinn er samsettur og hvað ævintýrið ykkar má kosta. Við sníðum svo skemmtilega ferð sérstaklega fyrir þig!